Þær íslensku á meðal þeirra fremstu í Evrópu

Blikar fagna sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Blikar fagna sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskar knattspyrnukonur eru í sviðsljósinu um þessar mundir og hafa heldur betur unnið fyrir því.

Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og spilar stórleiki framundir jól og landsliðið tekur í kvöld á móti sjálfum Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Reyndar hefur dálítils misskilnings gætt í fréttaflutningi af árangri Breiðabliks. Það er langt frá því að vera nýtt að íslenskt lið komist svona langt og bæði Breiðablik og Valur hafa gert enn betur og komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Stjarnan komst líka í sextán liða úrslit fyrir nokkrum árum.

En það nýja er keppnisfyrirkomulagið, riðlakeppni í stað hefðbundinna sextán liða úrslita, og að Breiðablik skuli vera í riðli með frægum félögum á borð við París SG og Real Madrid. 

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »