Dæmdi tvo úrslitaleiki á sama sólarhringnum

Sigurður Hjörtur Þrastarson við dómgæslu í handboltaleik.
Sigurður Hjörtur Þrastarson við dómgæslu í handboltaleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sennilega hafa ekki margir afrekað það að dæma tvo bikarúrslitaleiki í tveimur íþróttagreinum á sama sólarhringnum.

Það gerði hinsvegar Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari í knattspyrnu og handknattleik, um nýliðna helgi.

Á föstudagskvöld var Sigurður á Laugardalsvellinum og dæmdi þar úrslitaleik Breiðabliks og Þróttar í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum. Sá leikur hófst klukkan 19.15 og var lokið um klukkan 21.10.

Um hádegisbilið á laugardag var Sigurður mættur á Ásvelli í Hafnarfirði og var þar annar dómaranna á úrslitaleik KA/Þórs og Fram í bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum.

Sá leikur hófst klukkan 13.30, eða aðeins rúmum sextán klukkutímum eftir að úrslitaleiknum á Laugardalsvellinum lauk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert