Tveir í ævilangt bann

Yan Bingtao fékk næstþyngstu refsinguna.
Yan Bingtao fékk næstþyngstu refsinguna. AFP/Oli Scarff

Tveir kínverskir snókerleikmenn, Liang Wenbo og Li Hang, hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir lífstíð vegna aðildar sinnar að stærsta veðmálasvindli í sögu íþróttarinnar.

Alþjóða ballskákar- og snókersambandið úrskurðaði átta leikmenn til viðbótar, sem eru allir sömuleiðis frá Kína, í bann. Bann þeirra er frá 20 mánuðum til fimm ára og fjögurra mánaða.

Hneykslið sem hefur skekið snókeríþróttina snýr að því að Wenbo og Hang hafi hagrætt úrslitum með veðmálum á leiki og fengið aðra leikmenn til þess að svindla.

Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fékk næstlengsta bannið, fimm ár og fjóra mánuði.

Allir tíu leikmennirnir hafa frest til 20. júní til þess að áfrýja ákvörðun Alþjóða ballskákar- og snókersambandsins.

mbl.is