Fjórir jafnir í fyrsta sæti

Paul Casey púttar á Opna bandaríska meistaramótinu í gær.
Paul Casey púttar á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. AFP

Fjórir kylfingar eru jafnir í fyrsta sæti á sjö höggum undir pari eftir tvo hringi á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Paul Casey, Brian Harman, Brooks Koepka og Tommy Fleetwood eru allir jafnir í efsta sæti.

Rickie Fowler fataðist flugið í gær, en hann var efstur eftir fyrsta hringinn. Fowler er þó ekki langt undan, og er á sex höggum undir pari, ásamt Charley Hoffman, Jamie Lovemark og J.B. Holmes.

Margir af bestu kylfingum heims náðu ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu, en þar má nefna Justin Rose, Adam Scott, Henrik Stenson, Rory McIlroy, Jason Day og Billy Horschel. Völlurinn er erfiður, en hann er 7153 metrar á lengd, næst lengsti völlur sem mótið hefur verið leikið á.

Forystusauðirnir hefja leik á þriðja hringnum um kl. 19:30 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert