Thomas náði efsta sætinu

Justin Thomas.
Justin Thomas. AFP

Breyting varð á efsta sæti heimslista karla í golfi á mánudaginn þegar Justin Thomas náði efsta sætinu af Dustin Johnson sem var efstur í rúmt ár. Thomas náði þá efsta sæti listans í fyrsta skipti á ferlinum en Thomas er 25 ára gamall.

Nú velta einhverjir sjálfsagt fyrir sér hvers vegna það gerist nú að Thomas nái efsta sætinu því allra síðustu vikurnar hefur hann ekki barist um sigur í mótum. Stigin til grundvallar ná hins vegar nokkuð aftur í tímann og á síðasta ári átti Thomas frábært tímabil. Hann sigraði á risamóti í fyrsta skipti þegar hann vann PGA-meistaramótið og í kjölfarið sigraði hann í FedEx úrslitakeppninni og náði þar með efsta sæti peningalistans.

Þrátt fyrir ungan aldur státar Thomas af átta sigrum á PGA-mótaröðinni og þykir líklegur til að vera í hópi þeirra bestu næsta áratuginn. Þrír efstu kylfingar listans eru Bandaríkjamenn en Jordan Spieth er í 3. sæti. Tiger Woods heldur áfram að klifra og er kominn upp í 80. sæti listans en var í 92. sæti í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert