Ólafía í harðri baráttu

Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. AFP

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir er nú hálfnuð með annan hring sinn á CP Womens Open-golf­mót­inu í Reg­ina í Kan­ada en það er liður í LPGA-mótaröðinni.

Í gær lék hún fyrsta hringinn á 68, fjórum undir pari vallarins, en fyrstu níu í gær lék hún á 32 höggum eftir að hafa fengið þrjá fugla og sex pör. Byrjunin í dag hefur verið heldur erfiðari. Ólafía er búin að leika fyrstu níu holurnar á 37 höggum en hún fékk skolla á 4. og 5. holu og svo sjö pör.

Sem stendur er hún í 43.-60. sæti á samtals tveimur höggum undir pari og rétt nær í gegnum niðurskurðinn og verður því í harðri baráttu á seinni helmingi hringsins.

mbl.is