Axel einu höggi frá niðurskurði

Axel Bóasson var einu höggi frá niðurskurði.
Axel Bóasson var einu höggi frá niðurskurði. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi, var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Bridgestone Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í Luton í dag. 

Axel lék á 72 höggum í dag, einu höggi yfir pari, og lauk leik á samanlagt tveimur höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn í gær á 68 höggum, en það dugði ekki til. Axel hefur aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á 16 mótum á mótaröðinni á tímabilinu. 

Haraldur Franklín Magnús er einnig úr leik, þrátt fyrir að vera í ágætri stöðu fyrir síðustu tvær holurnar. Haraldur var á samanlagt fjórum höggum undir pari í dag, er hann fékk skolla á síðustu tveimur holunum og lauk leik á pari. 

mbl.is