Tiger upp um sex sæti (myndskeið)

Tiger Woods fagnar með kylfusveini sínum.
Tiger Woods fagnar með kylfusveini sínum. AFP

Með sigrinum á Mastersmótinu í golfi á Augusta Nati­onal-golfvellinum í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um í gær er Tiger Woods kominn upp í sjötta sæti á heimslistanum.

Tiger fer upp um sex sæti á milli vikna en þetta var 15. sigur hans á risamóti og 81. sigur hans í PGA-mótaröðinni.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er kominn í efsta sætið á heimslistanum á nýjan leik og hefur sætaskipti við Englendinginn Justin Rose. Johnson hafnaði í 2.-4. sæti á Mastersmótinu en Rose komst ekki áfram í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er í þriðja sæti, N-Írinn Rory McIllroy í fjórða sæti Bandaríkjamaðurinn Justin er í fimmta sæti á heimslistanum.

Sjá allan heimslistann

Bandaríska íþróttavörufyrirtækið Nike birti skemmtilegt myndskeið af Tiger eftir sigur hans á Mastersmótinu en Nike hefur verið einn aðalstyrktaraðili kylfingsins í fjölda ára en myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is