Valdís Þóra keppir í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir verður á meðal keppenda á Lalla Meryem-mótinu í golfi sem hefst í Marokkó á fimmtudaginn en mótið er hluti af LET-Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Keppt er á Royal Golf Dar Es Salam-vellinum í höfuðborg Marokkó, Rabat. Valdís Þóra er í 59. sæti á stigalista LET-Evrópumótaraðarinnar á þessu tímabili. Hún hefur tekið þátt í fimm mótum á tímabilinu og er besti árangur hennar 5. sæti.

mbl.is