Koepka líklegastur en erfitt að afskrifa Tiger

Brooks Koepka mundar kylfuna á æfingahring í gær.
Brooks Koepka mundar kylfuna á æfingahring í gær. AFP

Sögufrægasta golfmót mannkynssögunnar, The Open, fer fram um helgina í 148. sinn en mótið er haldið á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi í ár.

The Open var haldið í fyrsta sinn árið 1860 en til samanburðar er vert að nefna að fyrsta heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið árið 1930, sjötíu árum síðar.

Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Royal Portrush-vellinum en það gerðist fyrst árið 1951. Það var einnig í fyrsta sinn sem The Open var haldið utan Skotlands eða Englands. Í fyrsta sinn í sögu The Open er löngu uppselt en alls eru þrír Norður-Írar með á mótinu, þeir Darren Clarke, Graeme McDowell og Rory McIlroy.

Pressa á McIlroy

McIlroy, sem er þrítugur, þykir líklegastur heimamannanna til afreka á mótinu í ár en hann var einungis 16 ára gamall þegar hann setti vallarmetið á gamla Royal Portrush-vellinum sem er 61 högg. Völlurinn hefur breyst talsvert frá árinu 2005 þegar McIlroy setti metið en metið á nýja vellinum er 65 högg eða sjö högg undir pari. McIlroy hefur einu sinni fagnað sigri á The Open en það var árið 2014 þegar mótið var haldið í Liverpool á Englandi en það er mikil pressa á honum fyrir mótið.

Hinn 50 ára gamli Darren Clarke vann mótið árið 2011 í Kent á Englandi og þá vann hinn 39 ára gamli Graeme McDowell sér inn keppnisrétt á The Open með góðri spilamennsku í sumar en hann er fæddur og uppalinn í Portrush og verður því væntanlega einnig vel stutt við bakið á honum um helgina.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka þykir líklegastur til afreka á mótinu en hann er 29 ára gamall og er í efsta sæti heimslistans þar sem hann hefur nokkuð þægilegt forskot á Bandaríkjamanninn Dustin Johnson en títtnefndur McIlroy er í þriðja sætinu. Enginn kylfingur hefur oftar fagnað sigri á risamótunum fjórum á undanförnum tveimur árum en Koepka. Hann fagnaði sigri á Opna bandaríska árin 2017 og 2018 og þá vann hann sigur á PGA-mótaröðinni 2018 og 2019.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert