Ætlar að vera fullklár fyrir Masters

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Bandaríski atvinnukylfingurinn Tiger Woods mun ekki taka þátt í Arnold Palmer Invitational-mótinu í golfi sem hefst í næstu viku en hann hefur ekki náð sér að fullu vegna meiðsla.

Daniel Rapaport, fréttamaður Golf Digest, segir að Woods sé ekki meiddur en ekki heldur „100% klár“ og að hann vilji frekar vera í sínu besta formi þegar Masters-stórmótið hefst í apríl.

Woods tók heldur ekki þátt í mótinu í fyrra vegna meiðsla í hálsi en hann hafnaði í fimmta sæti árið 2018. Á síðasta ári tók hann aðeins þátt í einu móti síðustu tvo mánuðina fyrir Masters-mótið og borgaði það sig heldur betur er hann batt enda á 11 ára bið sína eftir risatitli á Augusta-vellinum fræga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert