Fjórir á toppnum og sterkir kylfingar úr leik

Tom Hoge er einn þeirra sem eru jafnir á toppnum.
Tom Hoge er einn þeirra sem eru jafnir á toppnum. AFP

Mikil spenna er á Wyndham-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Norður-Karólínu en mótið, sem er hluti af PGA-mótaröðinni, er hálfnað.

Fjórir kylfingar deila toppsætinu eftir fyrstu tvo hringina. Bandaríkjamennirnir Tom Hoge, Talor Gooch og Billy Horschel og Suður-Kóreumaðurinn Si Woo Kim eru allir búnir að leika á samtals tíu höggum undir pari. Þá eru aðrir fimm kylfingar aðeins einu höggi frá þeim.

Nokkrir af þekktari kylfingum heims eru hins vegar úr leik, komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Brooks Koepka, sem fjór­um sinn­um hef­ur sigrað á ri­sa­mót­un­um í golfi, er úr leik ásamt Jim Furyk og Justin Thomas.

Þriðji hringurinn af fjórum hefst í dag og lýkur mótinu annað kvöld. Stöðuna má sjá með því að smella hér.

mbl.is