Ótrúlegur árangur í Skotlandi

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur spilað frábært golf í Skotlandi.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur spilað frábært golf í Skotlandi. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir leikur til undanúrslita á Opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fram fer á Barassie-golf­vell­in­um í Kilm­arnock í Skotlandi.

Jóhanna mætti Kate Lanigan frá Írlandi í átta liða úrslitum en Jóhanna er 3:0 yfir í einvíginu þegar einni holu er ólokið og því ljóst að Lanigan getur ekki unnið einvígið á átjándu og síðustu brautinni.

Jóhanna Lea hafnaði í 53. sæti í höggleiknum en hefur tekist að vinna sig alla leið inn í undanúrslit keppninnar eftir frábæra spilamennsku.

Jóhanna Lea mætir Shannon McWilliam frá Skotlandi í undanúrslitum mótsins sem hefjast klukkan 12 í dag en úrslitin fara fram á morgun.

Sig­ur­veg­ar­inn fær keppn­is­rétt á fjór­um ri­sa­mót­um hjá at­vinnukylf­ing­um, AIG-mót­inu, Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu, Evi­an-meist­ara­mót­inu og Augusta Nati­onal-meist­ara­mót­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert