Pamela Ósk best á fyrsta degi EM

Pamela Ósk Hjaltadóttir er í 44. sæti eftir fyrsta daginn.
Pamela Ósk Hjaltadóttir er í 44. sæti eftir fyrsta daginn. GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson

Evrópumót stúlkna hófst í gær á Urriðavelli. Mótið stendur yfir dagana 5.-9. júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi en EM kvenna fór fram á sama velli árið 2016.

Stúlknalið Íslands skipa: Ragnhildur Kristinsdóttir liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir. Katrín Sól Davíðsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Sara Kristinsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir.

Besti árangur íslenska liðsins eftir fyrsta keppnisdaginn átti Pamela Ósk Hjaltadóttir en hún lék á 77 höggum +6 og stendur í 44. sæti. Árangur Pamelu Ósk er sérstaklega áhugaverður vegna þess að hún er með hæstu forgjöfina af öllum keppendum mótsins og er íslenska liðið með fimm forgjafarhæstu leikmenn mótsins.

María Eir Guðjónsdóttir lék á 78 höggum eða +7 og er hún í 51. sæti.

Berglind Erla Baldursdóttir lék á 80 höggum eða +9 og er hún í 67. sæti.

Katrín Sól Davíðsdóttir lék á 82 höggum, +11, og er hún í 83. sæti.

Sara Kristinsdóttir, lék á 85 höggum eða +14, og er hún í 90. sæti.

Karen Lind Stefánsdóttir lék á +15 í dag eða 86 höggum og taldi hennar skor ekki hjá íslenska liðinu

mbl.is