Pálmar tryggði FH sigur

Ólafur Guðmundsson, FH, Þórður Rafn Guðmundsson, Haukum.
Ólafur Guðmundsson, FH, Þórður Rafn Guðmundsson, Haukum. Ómar Óskarsson

FH-ingar lögðu Hauka, 24:23, hrikalegum spennuleik í Kaplakrika í kvöld í N1-deild karla í handknattleik. Pálmar Pétursson, markvörður FH, tryggði liðinu sigurinn þegar hann varði aukakast Þórðar Rafns Guðmundsson þegar leiktíminn var úti. Hálfri mínútu áður hafði Ólafur Guðmundsson skoraði 24. mark FH-inga.

Þar með eru möguleikar Hauka á sæti í úrslitakeppninni úr sögunni þar sem HK vann Fram í kvöld og hefur tveggja stiga forskot á Hauka í fjórða sæti auk þess að hafa betur í innbyrðis leikjum liðanna.

Mörk FH: Ólafur Guðmundsson 7, Ásbjörn Friðriksson 5/3, Baldvin Þorsteinsson 3, Örn Ingi Bjarkason 3, Ólafur Gústafsson 3, Benedikt Reynir  Kristinsson 1, Ari Magnús Þórðarson 1, Sigurgeir Árni Ægisson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 15 (þaraf 3 aftur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 5, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Heimir Óli Heimisson 4, Sveinn Þorgeirsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Stefán Rafn Sigurmansson 2.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18 (þaraf 4 til mótherja). Aron Rafn Eðvarðsson 2 (þar af eitt til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.

55. Staðan jöfn, 22:22, og Ólafur Guðmundsson var að skjóta yfir mark Hauka sem hefja nú sókn.

50. Vart má að milli sjá, FH er þó marki yfir, 20:19.

45. Síðari hálfleikur hálfnaður, staðan jöfn, 17:17.

42. Staðan 16:16, FH í sókn. Bæði lið einum manni fátækara.

39. Haukar hafa skorað þrjú mörk í röð og jafnað metin, 14:14.

33. Baldvin Þorsteinsson var að skora fyrsta mark síðari hálfleiks og koma FH tveimur mörkum yfir, 13:11.

30. Flautað til hálfleiks í Kaplakrik. FH skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og eru marki yfir, 12:11.
Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn Friðriksson hafa skorað þrjú mörk hvor fyrir FH. Pálmar Pétursson hefur varið sjö skot.
Freyr Byrnjarsson er með fjögur mörk fyrir Hauka. Tjörvi Þorgeirsson, Þórður Guðmundsson og Heimir Óli Heimisson með tvö mörk hver.
Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 10 skot í marki Hauka.

28. FH-ingar hafa skotað tvö mörk í röð og jafnað metin, 11:11.

24. Haukar halda forystu sinni, 10:8, ekki síst fyrir góðan varnarleik.

17. Haukar hafa verið sterkari. Framliggjandi vörn þeirra hefur valdið FH-ingum erfiðleikur auk þess sem Birkir Ívar hefur varið vel til þessa.

10. Baldvin var að koma FH yfir, 4:3, með marki úr vinstra horni. Mikið um sóknarmistök á upphafsmínútunum, sérstaklega hjá FH.

4. Taugaspenna í leikmönnum en stemningin flott. Haukar yfir, 2:1. Björgvin Hólmgeirsson og Tjörvi Þorgeirsson með mörkin eftir að Ólafur Guðmundsson hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir FH. Haukar leika vörnina framarlega sem veldur FH erfiðleikum.

Korteri fyrir leik var farið að hleypa fólki inn í salinn. Ætli að um 1.000 manns hafi ekki komið strax. Stemningin að aukast og Herbert Guðmundsson farinn að syngja slagara sína.

FH og Haukar hafa mæst í tvígang í deildinni á keppnistímabilinu og hefur hvorugur þeirra verið spennandi.  Hinn 9. október sótti FH Hauka heim á Ásvelli og vann níu með níu marka mun, 28:19. Liðin leiddu saman hesta sína í Kaplakrika 30. nóvember og þá unnu Haukar öruggan níu marka sigur, 25:16.

mbl.is