Sanngjarnt hjá Aftureldingu

Jónas Bragi Hafsteinsson, leikmaður Víkings, sækir að vörn Aftureldingar.
Jónas Bragi Hafsteinsson, leikmaður Víkings, sækir að vörn Aftureldingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding lagði Víkinga 25:19 í botnslag Olísdeildar karla í handknattleik í dag, staðan í hálfleik 11:7 fyrir heimamenn. Afturelding er þá komin með fimm stig en Víkingur sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Fyrri hálfleikur var fremur daufur, heimamenn talsvert sterkari og þá sérstaklega vörnin þar sem Gunnar Kristinn Þórsson var fyrir framan og truflaði sóknir Víkinga mikið. Markverðir liðanna stóðu fyrir sínu, bæði Lárus Helgi Ólafsson hjá Aftureldingu og Davíð Hlíðdal Svansson hjá Víkingum. Staðan 11:7 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var heldur líflegri og fínn kafli hjá Víkingum undir lok hans lagaði stöðuna nokkuð, en Mosfellingar hleyptu gestunum aldrei of nálægt sér.

Afturelding 25:19 Víkingur opna loka
60. mín. Lárus Helgi Ólafsson (Afturelding) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert