Gunnar Steinn verður samherji Rúnars

Gunnar Steinn Jónsson er að flytja með fjölskyldu sinni til …
Gunnar Steinn Jónsson er að flytja með fjölskyldu sinni til Danmerkur. AFP

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til næstu tveggja ára. Gunnar Steinn hefur undanfarin tvö ár leikið með sænska meistaraliðinu Kristianstad. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Ribe-Esbjerg.

Gunnar Steinn verður ekki eini Íslendingurinn í liðinu á næstu leiktíð því fyrir nokkru samdi landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason við danska úrvalsdeildarliðið einnig til tveggja ára. 

Gunnar Steinn er 31 árs og á að baki 42 landsleiki. Auk þess að leika með Kristianstad hefur Gunnar verið í herbúðum sænska liðsins Drott, Nantes í Frakklandi og hjá þýska liðinu Gummersbach. Hér á landi lék Gunnar Steinn með Fjölni og HK.

Ribe-Esbjerg hafnaði í 10. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert