Sveinn og Hannes í eins leiks bann

Hannes Grimm er á leiðinni í bann.
Hannes Grimm er á leiðinni í bann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Jóhannsson, leikmaður ÍR, og Hannes Grimm, leikmaður Gróttu, voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ. Elías Bóasson úr ÍR og FH-ingurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson sleppa hins vegar við leikbann, þrátt fyrir rauð spjöld. 

Sveinn fékk rautt spjald undir lok leiks ÍR og FH 1. nóvember og í úrskurði HSÍ segir að brotið hafi verið gáleysislegt og um hættulega aðgerð hafi verið að ræða. 

Hannes fékk rautt spjald í leik Gróttu og Akureyrar á sunnudaginn var fyrir brot á Brynjari Hólm Grétarssyni. Sérstök athygli var vakin á því að Hannes hafði áður fengið rautt spjald. 

Bönnin taka gildi frá og með morgundeginum og getur Hannes því leikið með Gróttu gegn Stjörnunni í bikarleik í kvöld. Hann verður hins vegar ekki með er sömu lið mætast í Olísdeildinni næsta sunnudag. Sveinn missir af leik ÍR og Fram á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert