París skellt úr bikarkeppninni

Bræðurnir Nikola og Luka Karabatic eru úr leik með Paris …
Bræðurnir Nikola og Luka Karabatic eru úr leik með Paris SG í franska bikarnum. AFP

Franska stórveldið Paris SG féll úr leik í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld eftir tap fyrir Montpellier, 32:31. Parísarliðið, sem fær Guðjón Val Sigurðsson til sín í sumar, var ríkjandi bikarmeistari.

Montpellier var yfir í hálfleik 16:14 og stóð af sér áhlaup ríkjandi bikarmeistara eftir hlé. Þegar litið er til stöðu þeirra í deildinni er París með 33 stig á toppnum en Montpellier kemur næst með 29 stig.

Montpellier er ríkjandi Evrópumeistari, en komst nokkuð óvænt ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár. Parísarliðið vann hins vegar sinn riðil, situr því hjá í 16-liða úrslitum en fer beint í átta liða úrslit.

Þetta er jafnframt fyrsta tap Parísar í öllum keppnum frá því Stefán Rafn Sigurmannsson og lið hans Pick Szeged vann viðureign þeirra í Meistaradeildinni í nóvember.

Auk Montpellier komust Nancy, Dunkerque og Chambéry áfram í undanúrslit bikarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka