„Ætlum okkur að ná í hæfan þjálfara“

Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga flytur til Danmerkur í sumar og …
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga flytur til Danmerkur í sumar og tekur við Skjern. mbl.is/Hari

Selfyssingar eru byrjaðir að þreifa fyrir sér í leit að eftirmanni Patreks Jóhannessonar hjá karlaliði Selfoss í handknattleik en Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar, tjáði mbl.is að vinnan væri skammt á veg komin. 

Eins og fram hefur komið hafði Selfoss náð samkomulagi við Hannes Jón Jónsson en um helgina breyttust þau áform. Þórir segir það hafa komið frekar óvænt upp og verið afgreitt hratt, eða á um það bil viku. Selfyssingar hafa því ekki haft langan tíma til að finna annan þjálfara.

„Við erum á fyrstu skrefunum. Við erum ekkert komnir áleiðis nema að við höfum rætt við mann og annan. Málið er bara í vinnslu. Við ætlum okkur að ná í hæfan og góðan þjálfara. Ég efast ekkert um að það takist. Ekki er hægt að segja neitt meira um það í bili, því miður,“ sagði Þórir þegar mbl.is tók púlsinn á honum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert