Þórsarar biðja Geir afsökunar

Geir Sveinsson var þjálfari Akureyrar og tekur nú við sem …
Geir Sveinsson var þjálfari Akureyrar og tekur nú við sem ráðgjafi Þórs. mbl.is/Hari

Handknattleiksdeild Þórs hefur beðist afsökunar á því hversu óskýr fréttin var um ráðningu þjálfara liðsins, sem áður spilaði undir merkjum Akureyrar.

Geir Sveinsson var í gærkvöldi tilkynntur á heimsíðu Þórs sem þjálfari við hlið Halldórs Arnar Tryggvasonar. Eins og mbl.is greindi frá í morgun þá sagði Geir þann fréttaflutning ekki réttan, hann væri búsettur í Þýskalandi og ætlaði ekki að flytja til Íslands.

„Ég er ekki að fara að verða þjálf­ari liðsins í þeirri mynd sem fyr­ir­sögn­in og allt seg­ir til um. Það er ekkert frágengið,“ sagði Geir við mbl.is.

Þórsarar hafa nú uppfært fréttina á heimasíðu félagsins. Þar segir nú að Halldór Örn verði þjálfari liðsins en Geir hafi verið ráðinn faglegur ráðgjafi handknattleiksdeildar og muni stýra uppbyggingarstarfi deildarinnar hjá Þór.

„Handknattleiksdeild Þórs biður alla aðila málsins afsökunar á því hversu óskýr fréttin var í upphafi,“ segir í uppfærðri frétt Þórsara.

mbl.is