Meiðslin ekki alvarleg

Arnar Freyr Arnarsson í leik gegn Norður-Makedóníu í apríl.
Arnar Freyr Arnarsson í leik gegn Norður-Makedóníu í apríl.

Arnar Freyr Arnarsson gat ekki leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Svíþjóð á dögunum. Sársauki í hné var farinn að gera Arnari erfitt fyrir en hann segir meiðslin ekki vera alvarlegs eðlis.

„Fyrir landsleikjahlé í síðasta mánuði var sprautað í hnéð. Hægt og rólega ætti ég að verða góður í hnénu. Læknarnir hérna segja að þetta séu álagsmeiðsli en ég fékk fyrst verki á síðasta tímabili þegar ég spilaði í Svíþjóð. Sársaukinn hefur aukist og eitthvað þurfti að gera til að ég gæti beitt mér eðlilega á vellinum. Eins og staðan er núna tek ég ekki mikinn þátt í æfingum liðsins en ég hef reynt að spila og hjálpa liðinu aðeins. En ég tel að ég sé á batavegi og finn ekki fyrir neinu þegar ég geng upp stiga svo ég taki dæmi. Ég þarf að ná upp eðlilegum styrk í hnénu og í vöðvunum í kringum hnéð. Það var nauðsynlegt að fá tíu daga frí þegar landsliðin komu saman.“

Spurður hvort hann óttist að vera ekki fullfrískur þegar EM landsliða fer fram í janúar segist Arnar ekki sjá annað fyrir sér en að hann verði orðinn góður.

Nánar er rætt við Arnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »