Ekki auðveld byrjun

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru á meðal reynslumestu …
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru á meðal reynslumestu leikmanna íslenska landsliðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn einu sinni mætast Íslendingar og Danir á stórmóti karlalandsliða í handbolta þegar flautað verður til leiks í Malmö í dag klukkan 17.15 að íslenskum tíma.

Ekki auðveld byrjun fyrir okkar menn en ekkert verra svo sem að mæta Dönum í fyrsta leik fyrst liðið dróst gegn heims- og ólympíumeisturum á annað borð.

Um tíma fannst manni eins og þessi lið gerðu furðu oft jafntefli. Íslenska liðið var búið að ofdekra mann með þeim hætti að manni þótti þau úrslit ekkert spes. Í dag myndi maður þiggja jafntefli fyrir hönd íslenska liðsins, þar sem Danir eru orðnir óþarflega góðir.

Liðin gerðu jafntefli á EM í Sviss 2006 og aftur á Ólympíuleikunum í Peking tveimur árum síðar. Í millitíðinni mættust þau í 8-liða úrslitum á HM 2007. Þá var einnig jafnt eftir venjulegan leiktíma en eftir tvær framlengingar höfðu Danir betur.

Bakvörðinn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert