Slæmt tap í síðasta leik

Ísland lauk keppni á Evrópumótinu í handknattleik karla í Malmö í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Svíþjóð 32:25. Ísland hafnar fyrir vikið í neðsta sæti í milliriðli II og hafnar væntanlega í 11. sæti á EM. 

Bæði lið voru með tvö stig í fimmta og sjötta sæti riðilsins. Svíar fara upp fyrir Ungverja og í fjórða sæti riðilsins með sigri og enda í 7. eða 8. sæti á mótinu. 

Leikurinn í kvöld var sá slakasti hjá íslenska liðinu í mótinu. Svíar höfðu öll tök á vellinum. Náðu snemma forskoti og voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik 18:11. Svíar náðu mest níu marka forskoti í síðari hálfleik og íslenska liðið náði ekki minnka muninn í síðari hálfleik. 

Sænski markvörðurinn Mikael Appelgren var valinn maður leiksins af mótshöldurum en hann varði 13/1 skot á þeim 55 mínútum sem hann spilaði. 

Leikurinn hafði lítið gildi og það mátti greina á okkar mönnum. Baráttugleðin virtist ekki vera fyrir hendi og leikmenn virkuðu margir hverjir mjög daufir.

Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson voru bestir hjá Íslandi í leiknum í dag en Kári Kristján Kristjánsson var einnig seigur á línunni. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Svíþjóð 32:25 Ísland opna loka
60. mín. Sveinn Jóhannsson (Ísland) skoraði mark Já nær að skora sitt fyrsta mark á stórmóti rétt fyrir leikslok
mbl.is

Bloggað um fréttina