Spánverjar vörðu Evrópumeistaratitilinn

Spánverjar eru Evrópumeistarar.
Spánverjar eru Evrópumeistarar. AFP

Spánverjar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta í annað skiptið í röð eftir nauman 22:20-sigur á Króötum í úrslitum í Tele2 Arena-höllinni í Stokkhólmi. 

Staðan í hálfleik var 12:11, Spánverjum í vil, og þeir komust í 16:12 snemma í seinni hálfleik. Þá skoruðu Króatar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 16:15 og skömmu síðar var staðan orðin 19:18 fyrir Króatíu. 

Spánverjar skoruðu hins vegar fjögur af fimm síðustu mörkunum og tryggðu sér sinn annan Evrópumeistaratitil í sögunni. 

Aleix Gómez var markahæstur Spánverja með fimm mörk og Jorge Maqueda gerði þrjú. Domagoj Duvnjak, sem var valinn besti leikmaður mótsins, var markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk. 

mbl.is