Úr Hafnarfirði í Fossvoginn

Halldór Ingi Jónasson er kominn til Víkings frá Haukum.
Halldór Ingi Jónasson er kominn til Víkings frá Haukum. Ljósmynd/Víkingur

Handknattleiksdeild Víkings hefur gert tveggja ára samning við Halldór Inga Jónasson. Hann kemur til félagsins frá FH.

Halldór er 26 ára hornamaður sem hefur verið hjá Haukum undanfarin ár en hann kom til félagsins frá erkifjendunum í FH.

Hafnfirðingurinn þurfti að sætta sig við aukahlutverk hjá Haukum í vetur en hann skoraði níu mörk í þrettán leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni.

mbl.is