Díana í liði umferðarinnar

Díana Dögg Magnúsdóttir lék vel með Sachsen Zwickau.
Díana Dögg Magnúsdóttir lék vel með Sachsen Zwickau. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, er í liði 2. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handbolta hjá Handballwoche, en hún átti afar góðan leik fyrir Sachsen Zwickau er liðið mátti þola 28:29-tap á útivelli gegn Bad Wildungen á útivelli á laugardag.

Díana skoraði fimm mörk, gaf fjórar stoðsendingar, skapaði eitt færi, vann þrjú víti og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum.

Eyjakonan fer vel af stað á þessari leiktíð, sem er sú þriðja hjá Sachen Zwickau. Hún hefur leikið með ÍBV og Val hér á landi.

mbl.is