Gísli Þorgeir klár í slaginn

Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er klár í slaginn. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg í Þýskalandi og íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er klár í slaginn á nýjan leik eftir að hafa meiðst á hné um nýliðna helgi.

Þetta tilkynnti þýska félagið á heimasíðu sinni í dag en Gísli Þorgeir meiddist á hægra hné í leik Göppingen og Magdeburgar á sunnudaginn síðasta.

Hann gekkst undir rannsóknir á háskólasjúkrahúsinu í Magdeburg í gær og í frétt sem birtist á heimasíðu félagsins í gær kom fram að hann þyrfti að gangast undir frekari rannsóknir vegna meiðslanna.

„Gísli Þorgeir er klár í slaginn á nýjan leik,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu Magdeburgar.

„Eftir frekari rannsóknir er ljóst að leikmaðurinn er ekki alvarlega meiddur og hann verður væntanlega klár um næstu helgi,“ segir ennfremur í tilkynningunni en Þýskalandsmeistarar Magdeburgar taka á móti Minden á sunnudaginn kemur.

mbl.is