Valur mætir Kristjáni og Teiti – ógnarsterkur riðill

Valsarar mæta öflugum andstæðingum.
Valsarar mæta öflugum andstæðingum. Kristinn Magnússon

Íslands- og bikarmeistarar Vals munu mæta franska liðinu Aix, sem landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson leikur með, og þýska liðinu Flensburg, sem landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með, í Evrópudeildinni í handknattleik karla.

Aix og Flensburg eru ógnarsterk og því ærið verkefni sem Valsmenn standa frammi fyrir í B-riðli keppninnar.

Aðrir andstæðingar Vals eru sömuleiðis sterkir þar sem Svíþjóðarmeistarar Ystad IF, spænska liðið Benidorm og ungverska liðið FTC Búdapest drógust einnig í B-riðil.

Drátturinn fór fram í höfuðstöðvum EHF í morgun.

Drátturinn í heild sinni:

A-riðill: Benfica, Kadetten Schaffhausen, Tatran Presov, Göppingen, Montpellier, Fejer BAL Veszprém

B-riðill: Aix, Ystad IF, Valur, Flensburg, Benidorm, Ferencváros Búdapest

C-riðill: Skjern, Fraikin Granollers, Balatonfüredi, Sporting Lissabon, RK Nexe, Alpla Hard

D-riðill: Füchse Berlín, Eurofarm Pelister, HC Motor, Bidasoa, Skanderborg-Aarhus, Aguas Santas Milaneza

Nokkur Íslendingalið til viðbótar taka þátt í riðlakeppninni þar sem svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, sem landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, er í A-riðli.

Danska liðið Skjern, sem landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson leikur með, og Alpla Hard, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, eru þá saman í C-riðli.

mbl.is