Fram fær mikinn liðsauka frá HK

Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eru komnar í Fram.
Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eru komnar í Fram. Ljósmynd/Fram

Handknattleikskonurnar Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eru gengnar til liðs við Fram en þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Báðar hafa þær misst nánast alveg af yfirstandandi tímabili vegna meiðsla. Elna hefur aðeins náð að spila einn leik í vetur og Berglind þrjá en fjarvera þeirra hefur verið blóðtaka fyrir lið HK sem er neðst í úrvalsdeildinni og er þegar fallið fyrir tvær síðustu umferðirnar.

Berglind er rétthent skytta sem hefur leikið með A-landsliði Íslands og Elna, sem leikur á línunni, hefur verið í B-landsliðinu en báðar eru þær öflugir varnarmenn. Þær koma til liðs við Fram í sumar og hafa báðar skrifað undir tveggja ára samning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert