Álaborg yfir gegn Fredericia

Mikkel Hansen var markahæstur á vellinum
Mikkel Hansen var markahæstur á vellinum

Álaborg hafði betur í fyrsta leik í úrslitum danska handboltans í dag gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia, 31:26. Mikkel Hansen var markahæstur í liði Aalborg og skoraði níu mörk í jafnmörgum skotum.

Hansen mun leggja skóna á hilluna í sumar en átta af mörkunum hans komu úr vítaköstum. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir gestina en þrjú stig þarf til að verða meistari. Það þýðir að Álaborg dugir jafntefli í næsta leik liðanna í Fredericia til að tryggja sér meistaratitilinn.

Ribe-Esbjerg vann þá fyrsta leikinn um bronsið 35:31 á útivelli gegn Skjern. Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað hjá Ribe-Esbjerg en Ágúst Björgvinsson varði sex skot og var með 32% markvörslu í leiknum.

Tæp hálftíma seinkun varð á leiknum vegna brunabjöllu sem fór í gang rétt áður en leikurinn átti að hefjast. Höllin var rýmd og þegar búið var að ganga úr skugga um að engin eldur væri á ferð fengu leikmenn og áhorfendur að koma aftur inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert