Heimir velur alltaf rétta byrjunarliðið

„Ég held að það sé óhætt að segja að það sé kominn spenningur í hópinn fyrir leikinn á móti Argentínu,“ sagði Rúrik Gíslason landsliðsmaður í samtali við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í Rússlandi í dag.

„Þetta er búið að byggjast upp hægt og rólega og ég vottað fyrir því að það er spá spenna í hópnum. Síðasti fundur okkar var í gærkvöld þar sem við fórum yfir sóknar- og varnarleik Argentínu. Ég held að við getum ekki verið miklu betur undirbúnir,“ sagði Rúrik.

Spurður hvort hann væri farinn að sjá einhverja mynd af því hvernig byrjunarliðið muni líta út sagði Rúrik;

„Nei það hefur ekkert verið gefið til kynna hverjir byrja. Byrjunarliðið verður rétta byrjunarliðið. Við erum allir æstir í að fá að spila þessa leiki og ég held að við allir séum með mikilvæg hlutverk hvort það sem sé inni á vellinum eða utan vallar.

Það er mikilvægt að við séum saman í þessu. Ég er allt klár ef kallið kemur en ég veit að Heimir hefur alltaf valið rétta byrjunarliðið og það verður þannig líka núna,“ sagði Rúrik en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.

Rúrik Gíslason ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu landsliðsins í ...
Rúrik Gíslason ræddi við íslenska fjölmiðla á æfingu landsliðsins í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is