Gera þarf þessa vörn betri

Ólafur Guðmundsso og Arnar Freyr Arnarsson takast á við Brasilíumanninn …
Ólafur Guðmundsso og Arnar Freyr Arnarsson takast á við Brasilíumanninn Haniel Langaro í vörninni í gær. AFP

Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, segir að Ísland sé nokkuð á eftir bestu liðum heims eins og er. Segir hann íslenska liðið eiga geysilega efnilega leikmenn en þeirra bíði mikil vinna til að komast í fremstu röð í heiminum sem landslið.

„Ef við miðum við leikina gegn Króatíu, Spáni, Þýskalandi og Frakklandi þá er munurinn aðeins of mikill til að við getum ætlast til að vinna þá leiki. En það er markmiðið og ég hef fulla trú á að það takist. Frábærar handboltaþjóðir eru á undan okkur í dag. Í okkar liði eru margir ungir og ógeðslega efnilegir leikmenn. En það er langur vegur frá því að vera í þeirri stöðu og yfir í að vera frábært landslið sem á að ná góðum árangri á stórmótum. Vonandi verður þetta hvatning fyrir þessa ungu gaura að leggja mikið á sig.

Það kostar mikið að komast á toppinn. Þetta mun taka tíma og vonandi munum við eignast lið í framtíðinni sem getur komist á þann stað sem við vorum á. Mér finnst ekki vera í kortunum að það gerist á næstu einu til tveimur stórmótum,“ sagði Arnór, sem vann til verðlauna á ÓL 2008 og EM 2010. Hann sagði það vera tilbreytingu að vera í fríi í janúar, en landsliðsferli hans lauk á síðasta ári. Arnór sá alla leiki Íslands og fannst tapið gegn Brasilíu bera keim af því að Brasilíumenn hafi haft að meiru að keppa.

Nánar er rætt við Arnór og fjallað um viðureign Íslands og Brasilíu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »