Washington Capitals vann í fyrsta sinn

8.6. Washington Capitals vann í nótt Stanley-bikarinn eftir að liðið vann fimmtu viðureign sína við Las Vegas Golden Knights, 4:3, og einvígi liðanna um sigurlaunin í NHL-deildinni í íshokkíi í Bandaríkjunum. Leikið var í Las Vegas. Meira »

Capitals einum sigri frá Stanley-bikarnum

5.6. Washingt­on Capitals er einum sigri frá því að tryggja Stanley-bik­ar­inn en liðið er komið í 3:1 í baráttunni um bikarinn í NHL-deildinni í íshokkí. Meira »

Lars Eller fór á kostum

31.5. Daninn Lars Eller átti þátt í öllum mörkum Washington Capitals sem jafnaði úrslitarimmuna um Stanley-bikarinn gegn Vegas Golden Knights NHL-deildinni í íshokkí í nótt. Washington sigraði 3:2 og er staðan í rimmunni 1:1 en vinna þarf fjóra leiki til að verða meistari. Meira »

Markasúpa í fyrsta leiknum

29.5. Vegas Golden Knights tók í nótt forystuna í úrslitarimmunni um Stanley-bikarinn í NHL-deildinni í íshokkí. Vegas hafði betur 6:4 gegn Washington Capitals. Meira »

Svíar aftur heimsmeistarar

20.5. Svíar urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí karla annað árið í röð þegar þeir sigruðu Sviss, 3:2, í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Kaupmannahöfn. Meira »

Sárt að tapa leiknum svona

15.5. Ingunn Haraldsdóttir, leikmaður KR, var ekki sátt við leik síns liðs í kvöld en það laut í lægra haldi fyrir baráttuglöðu liði FH, 2:1, í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Meira »

Miklar tilfinningar brjótast út í lok hvers móts

4.5. Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði íshokkílandsliðsins, lék alla leiki Íslands í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins sem fram fór í Tilburg í Hollandi í lok síðasta mánaðar. Meira »

Ég vil þakka Úlfari fyrir markið

29.4. „Þetta er ömurleg tilfinning," sagði svekktur Bjarki Reyr Jóhannesson, landsliðsmaður í íshokkí, í samtali við mbl.is eftir fimmta tapleik Íslands á heimsmeistaramótinu í Tilburg, Hollandi. Meira »

Glatað og alveg ömurlegt

29.4. „Þetta er glatað, hreinlega alveg ömurlegt. Við þurfum að rífa okkur í gang fyrir næsta ár og koma okkur strax upp aftur," sagði Aron Knútsson, landsliðsmaður í íshokkí í samtali við mbl.is eftir 5:2-tap á móti Serbíu í síðasta leik Íslands í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí. Meira »

Ætlum okkur beinustu leið upp aftur

29.4. „Við gerðum of mörg mistök og við náðum ekki að skora þegar við þurftum þess," sagði Jussi Sipponen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí, sem tapaði öllum fimm leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Tilburg, Hollandi og féll í leiðinni úr A-riðli niður í B-riðil 2 deildarinnar. Meira »

Ísland fer stigalaust frá Tilburg

29.4. Íslenska karlalandsliðið í íshokkí fer stigalaust frá A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins eftir 5:2-tap á móti Serbíu í fimmta leik sínum mótinu sem leikið er í Tilburg, Hollandi. Meira »

Heimamenn upp um deild með fullt hús

29.4. Holland er komið upp í 1. deild karla í heimsmeistarakeppninni í íshokkí eftir að liðið vann alla leiki sína í A-riðli 2. deildarinnar á heimavelli. Meira »

Þetta er náttúrulega helvíti fúlt

29.4. Úlfar Jón Andrésson, landsliðsmaður í íshokkí var svekktur eftir að ljóst varð að Ísland er fallið úr A-riðli 2. deildarinnar á heimsmeistaramótinu í íshokkí. Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í riðlinum í Tilburg í Hollandi og þrátt fyrir að einn leikur sé eftir, getur Ísland ekki farið upp um sæti. Íslenska liðið tapaði fyrir Kína í gær, 3:1 í hreinum úrslitaleik í fallbaráttunni. Meira »

Mikil sorg í hausnum á mér núna

28.4. „Það er mikil sorg í hausnum á mér akkúrat núna. Þetta er leikur sem við áttum ekki að tapa," sagði Bergur Árni Einarsson, landsliðsmaður í íshokkí eftir 3:1-tap á móti Kína í dag. Tapið þýðir að íslenska liðið er fallið úr A-riðli 2. deildarinnar og niður í B-riðilinn. Meira »

Mótið ekki búið þó við séum fallnir

28.4. „Munurinn var sá að þeir skoruðu á meðan við vorum manni færri, en við náðum því ekki," sagði Vladimir Kolek, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í íshokkí eftir 3:1-tap á móti Kína í fjórða leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Tilburg í dag. Tapið þýðir að Ísland er fallið úr A-riðli 2. deildarinnar og niður í B-riðil. Meira »

Ísland fallið eftir fjórða tapið

28.4. Íslenska karlalandsliðið í íshokkí er fallið úr A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins eftir afar svekkjandi 3:1-tap á móti Kína í fjórða leik liðsins í Tilburg í dag. Ísland var síst lakari aðilinn, en Kínverjar nýttu færin sín betur. Þó einn leikur sé eftir í riðlinum er ljóst að Ísland leikur í B-riðli á næsta ári. Meira »

Ísland með bakið upp við vegg í Tilburg

28.4. Karlalandslið Íslands í íshokkí leikur fjórða leik sinn í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg kl. 11 í dag. Andstæðingurinn er Kína, en bæði lið eru án stiga fyrir leikinn. Ráðist úrslitin í venjulegum leiktíma, er tapliðið fallið niður í B-riðil og sigurliðið verður áfram í A-riðli á næsta ári. Fari hins vegar svo að úrslitin ráðist í framlengingu mun það ráðast í fimmtu og síðustu umferðinni hvaða þjóð fellur og getur Belgía þá blandast í fallslaginn, en Belgar eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland mætir Serbíu í síðustu umferðinni annað kvöld. Meira »