Spænskur miðjumaður til Þórsara

10:31 Spænski miðjumaðurinn Nacho Gil er genginn í raðir Þór á Akureyri og mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórsara. Meira »

Henry Kristófer danskur meistari

08:45 Henry Kristó­fer Harðar­son varð í gærkvöldi Danmerkurmeistari í íshokkí með liði Aalborg Pirates.  Meira »

Stefnum á að vinna leikina sem eftir eru

Í gær, 20:53 „Þeir voru með mjög sterkt lið, en ég veit ekki hvort þeir voru betri en ég bjóst við. Þeir voru mjög góðir í að nýta færin sem þeir fengu og þeir fengu mikið af færum," sagði Andri Már Mikaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í íshokkí eftir 11:1-tap á móti heimamönnum í Hollandi í 2. deild heimsmeistaramótsins. Meira »

Yfirburðir Hollendinga á heimavelli

Í gær, 20:04 Íslenska landsliðið átti ekki möguleika í það hollenska er þau mættust í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg í dag. Heimamenn sóttu nánast stanslaust frá byrjun og unnu sannfærandi 11:1-sigur. Meira »

Robbie Sigurðsson ekki með í kvöld

Í gær, 17:26 Sóknarmaðurinn Robbie Sigurðsson verður ekki með íshokkílandsliðinu í leiknum á móti Hollendingum í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg. Robbie er að glíma við smávægileg veikindi og ætti að vera klár í á móti Belgum á fimmtudaginn kemur. Meira »

Jakkaföt og Hjálmar í Tilburg

Í gær, 17:00 Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir ávallt í sínu fínasta pússi í leiki á heimsmeistaramótum. Þegar liðið mætti í höllina fyrir leikinn á móti Hollandi sem hefst kl. 18 í kvöld, beið þess ljúfir tónar frá Hjálmum. Meira »

Eigum jafn mikla möguleika og Holland

Í gær, 16:25 „Við erum búnir að taka einn æfingaleik á móti Hollandi en þá vantaði 13 leikmenn í liðið þeirra. Nú er liðið öðruvísi og enn sterkara og þeir gerðu vel á móti Kína í gær, þetta er mjög sterkt lið," sagði Vladimir Kolek, landsliðsþjálfari karlaliðsins í íhokkí í stuttu spjalli við mbl.is fyrir leik liðsins við Holland kl. 18 í kvöld. Meira »

Feykisterkir heimamenn næstir á dagskrá

í gær Ísland leikur annan leik sinn í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí í Tilburg, Hollandi kl. 18 að íslenskum tíma í kvöld. Andstæðingar kvöldsins eru fyrirfram taldir sigurstranglegastir í þessum A-riðli, en það eru heimamenn í Hollandi. Meira »

Heimamenn skoruðu sjö

í fyrradag Hollenska landsliðið í íshokkí fer vel af stað á heimsmeistaramótinu á heimavelli, en A-riðill 2. deildarinnar fer fram í Tilburg þar í landi. Holland vann þægilegan 7:0-sigur á Kína í kvöld. Meira »

Búast allir við að þeir vinni

í fyrradag „Þetta var í rauninni 1:0-leikur en svo missum við mann af velli í lokin og þeir skora á okkur þegar við erum manni færri og svo þegar við erum ekki með markmann. Þetta var nokkuð jafnt en við náðum ekki að nýta færin okkar," sagði Jussi Sipponen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í íshokkí, í stamtali við mbl.is eftir 3:0-tap fyrir Ástralíu í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Tilburg í Hollandi. Meira »

Í járnum eiginlega allan leikinn

í fyrradag Róbert Freyr Pálsson, landsliðsmaður í íshokkí, var svekktur eftir 3:0-tap fyrir Áströlum í fyrsta leik Íslands í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Tilburg í Hollandi. Ástralir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins í blálokin, en fram að því fékk Ísland ágæt tækifæri til að jafna leikinn. Meira »

Ástralir reyndust of sterkir

í fyrradag Ísland tapaði fyrir Ástralíu, 3:0, í fyrsta leik sínum í B-riðli 2. deildarinnar á heimsmeistaramótinu í íshokkí í Tilburg í Hollandi í dag. Ástralarnir voru heilt yfir sterkari aðilinn og þrátt fyrir mörkin þrjú átti Dennis Hedström í marki Íslands sannkallaðan stórleik. Meira »

Daniel tekur við liði SR

23.4. Íshokkímaðurinn reyndi Daniel Kolar frá Tékklandi, sem hefur leikið hér á landi um árabil, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Meira »

Auðvitað viljum við vinna alla

23.4. Tékkinn Vladimír Kolek tók við af Svíanum Magnus Blårand sem þjálfari A-landsliðs karla í íshokkíi eftir heimsmeistaramótið í Galati í Rúmeníu á síðasta ári. Meira »

Hjálpar að eiginkonan sé í íshokkí

23.4. „Aldrei þegar í mót er komið, en það er erfiðara og erfiðara að gíra sig upp í það,“ viðurkenndi Ingvar Þór Jóns­son, fyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí, er blaðamaður mbl.is spurði hann hvort hann væri að fá leið á því að mæta til leiks í verkefni erlendis með landsliðinu. Meira »

Fjörið hefst í Tilburg

23.4. Íslenska karlalandsliðið í íshokkí leikur sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í dag. Mótið fer fram í Tilburg í Hollandi og er Ástralía fyrsti andstæðingur Íslands. Leikurinn hefst kl. 13 að staðartíma, 11 að íslenskum tíma. Meira »

Ein besta tilfinning sem ég hef upplifað

22.4. Robbie Sigurðsson, landsliðsmaður í íshokkí, settist niður með blaðamanni mbl.is á hóteli liðsins í Tilburg í Hollandi í kvöld. A-riðill 2. deildar heimsmeistaramótsins hefst með leik á móti Ástralíu á morgun og er Robbie spenntur fyrir þriðja mótinu sem hann tekur þátt í með liðinu. Meira »