SA Víkingar saxa á topplið Esju

13.1. SA Víkingur saxar á forskot Esju í Hertz-deildar karla í íshokkí með öruggum 8:3-sigri sínum þegar liðið mætti Birninum á heimavelli sínum í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Meira »

Meistararnir gefa í á toppnum

12.1. Íslandsmeistarar Esju eru komnir með sjö stiga forskot á toppi Hertz-deildar karla í íshokkíi en liðið vann sigur á SR í kvöld, 4:2. Meira »

„Engum til sóma að ráðast gegn ákveðnum persónum“

11.1. Íshokkísamband Íslands, ÍHÍ, hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem stjórn sambandsins telur sig þurfa að skerast í leikinn en mikið hefur gustað um íshokkíheiminn hér á landi og náði það nýjum hæðum í vikunni. Meira »

Esja harmar sinn þátt í umræðunni

10.1. Stjórn Íslandsmeistara Esju í íshokkíi sendi frá sér tilkynningu í dag, en mikið hefur gustað um íshokkíheiminn hér á landi og náði það nýjum hæðum í gær. Meira »

„Gauti er bara krabbamein og rotta“

9.1. „Þetta er bara íshokkíleikur. Vanalega þegar maður skorar sex mörk þá vinnur maður leik en þeir skoruðu sjö. Þetta var jafn leikur og við vorum miklu betri í annarri lotu en þeir miklu betri í þriðju,“ sagði Jónas Breki Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í íshokkíi, eftir 7:6-tap Bjarnarins gegn Esju í Hertz-deild karla í kvöld. Jónas Breki var liðsstjóri Bjarnarins í leiknum, en hann er búinn að leggja skautana á hilluna. Meira »

Hádramatík í Egilshöllinni

9.1. Esja vann hádramatískan 7:6-sigur á Birninum í Hertz-deild karla í íshokkíi í Egilshöllinni í kvöld. Björninn komst í 6:3 en Esja gafst ekki upp og skoraði sigurmarkið, sex sekúndum fyrir leikslok. Meira »

Lítið gaman að mjúkri siglingu alla leið

9.1. Lið Bjarnarins úr Grafarvogi er í 3. sæti Hertz-deildar karla í íshokkí þegar komið er inn í nýtt ár.  Meira »

Jónas Breki til Bjarnarins

8.1. Jónas Breki Magnússon, næstleikjahæsti maður landsliðsins í íshokkí, er búinn að hafa félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt Björninn og verður löglegur þegar Björninn mætir Íslandsmeisturunum Esju í Hertz-deildinni í Egilshöll annað kvöld. Meira »

Markaveisla í Laugardal

6.1. Björninn/SR og Ynjur buðu upp á markaveislu er þau mættust í Hertz-deild kvenna í íshokkí í dag. Svo fór að Ynjur höfðu betur, 13:7. Mikið jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en eftir hann voru Ynjur yfir, 6:5. Meira »

Esja á toppinn með öruggum sigri

5.1. Íslandsmeistarar Esju í íshokkíi karla unnu öruggan sigur á Skautafélagi Reykjavíkur, 9:2, í fyrsta leik ársins í Hertz-deildinni í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Meira »

Eva María og Robbie sköruðu fram úr á svellinu

26.12. Eva María Karvelsdóttir úr SA og Robbie Sigurðsson úr UMFK Esju hafa verið valin íshokkíkona og íshokkímaður ársins 2017.  Meira »

Vísa ummælum Gauta á bug - „Dapurlegt“

23.12. Stjórn íshokkídeildar Bjarnarins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gauta Þormóðssonar, þjálfara Esju í samtali við mbl.is síðastliðinn föstudag. Gauti sakaði þá Snorri Gunnar Sigurðsson, dómara, um að vísvitandi dæma gegn sínu liði. Meira »

Segir dómara dæma vísvitandi gegn Esju

22.12. „Við vorum lélegri aðilinn í þessum leik og Björninn átti skilið að vinna. Það var ekki þess vegna sem við gengum af velli,“ sagði Gauti Þormóðsson, þjálfari Esju, í samtali við mbl.is í dag, aðspurður hvers vegna hans lið ákvað að ganga af velli, rúmri mínútu áður en leikur liðsins gegn Birninum í Hertz-deild karla í íshokkíi kláraðist á þriðjudaginn var. Meira »

Hann vildi slást við dómarann

19.12. Edmunds Induss, leikmaður Bjarnarins, spjallaði við mbl.is eftir 3:1-sigurinn á Esju í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Eftir mikla rekistefnu og átök gengu leikmenn Esju af velli þegar rúm mínúta var til leiksloka og neituðu að klára leikinn. Meira »

Sárir Esjumenn neituðu að klára leikinn

19.12. Íslandsmeistarar Esju gengu af velli þegar rúm mínúta var eftir af leik þeirra gegn Birninum í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Esjumenn voru ansi ósáttir við dómarana í stöðunni 3:1 fyrir Birninum og ákváðu þeir að yfirgefa svæðið í mótmælum sínum. Meira »

Hafa gefið tvo leiki vegna manneklu

19.12. SA hefur verið dæmdur 5:0-sigur gegn SR í Hertz-deild karla í íshokkí, en liðin áttu að mætast á Akureyri í kvöld. Þetta er annar leikurinn í röð sem SR hefur þurft að gefa. Meira »

Björninn enn á lífi eftir sigur á Esju

19.12. Björninn vann góðan 3:1-sigur á Esju í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og það var ekki fyrr en í blálokin sem Björninn skoraði þriðja markið og gulltryggði sér góð þrjú stig. Meira »