Boston Bruins í góðri stöðu

08:50 Boston Bruins er í góðri stöðu gegn Toronto Maple Leafs í 1. umferð úrslitakeppni NHL-deildairnnar í íshokkí eftir sigur í Kanada í nótt 3:1. Meira »

Landsliðshópurinn sem fer til Hollands klár

9.4. Vladimir Kolek, þjálfari karlaliðs Íslands í íshokkí, og aðstoðarþjálfarinn Jussi Sipponen eru búnir að velja 22 manna landsliðshópinn sem tekur þátt í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins 23. apríl næstkomandi. Meira »

„Æðislegt að hafa Svía og Finna saman“

8.4. Andri Már Mikaelsson, fyrirliði Íslandsmeistara SA í íshokkí, var sigurreifur eftir 6:2 sigur á Esju. Sigurinn tryggði SA Íslandsmeistaratitilinn en liðið tapaði í úrslitum gegn Esju í fyrra. Meira »

„Jussi er betri þjálfari en ég“

7.4. Gauti Þormóðsson, þjálfari Esju, kom í viðtal eftir að lið hans hafði tapað úrslitaeinvígi gegn SA í íshokkí í kvöld. Vitanlega var þungt hljóð í Gauta en lið Esju verður lagt niður og spilar ekki með á næsta íslandsmóti. Leikurinn í kvöld var Esjumönnum erfiður þar sem þeir lentu fljótt 2:0 undir og voru komnir 4:0 undir þegar þeim tókst loks að skora. Lauk leiknum með sigri SA 6:2 og unnu Akureyringar því einvígið 3:0. Meira »

„Rúnar plataði mig aftur inn“

7.4. Elvar Jónsteinsson er ekki alveg nýtt nafn í hokkíheiminum en hann varð í kvöld Íslandsmeistari í íshokkí eftir 18 ára hlé. Flest þau ár var hann reyndar ekkert að spila hokkí og í nokkur ár var hann að lýsa leikjum í úrslitakeppninni á sjónvarpsstöðinni N4. Líklega er hann betri lýsari en leikmaður en Elvar verður fertugur á árinu og tók skautana fram á nýjan leik á síðasta tímabili. Það var ekki úr vegi að spyrja Elvar örlítið út í þetta ævintýri hans. Meira »

„Siggi Sig er ómetanlegur“

7.4. Jóhann Már Leifsson var að mati mbl.is besti maður úrslitakeppninnar í íshokkí karla sem lauk í kvöld. SA Víkingar lögðu Esju 6:2 í Skautahöllinni á Akureyri og kláruðu með því úrslitaeinvígið. Jóhann Már skoraði tvívegis í kvöld og átti auk þess þrjár stoðsendingar. Hann er búinn að fara hamförum á svellinu og samspil hans og Bart Moran var að skila Akureyringum aragrúa marka í einvíginu. Meira »

SA Íslandsmeistari í íshokkí - myndasyrpa

7.4. SA tryggði sér í dag sinn tuttugasta Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí með 6:2-sigri á Esju á heimavelli í kvöld. Þórir Tryggvason, ljósmyndari, var á leiknum fyrir hönd mbl.is og tók þessar skemmtilegu myndir sem sjá með hér fyrir ofan. Meira »

Tuttugasti Íslandsmeistaratitill SA

7.4. Þriðji leikur SA Víkinga og Esju í úrslitakeppninni í íshokkí karla fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Akureyringar höfðu unnið fyrstu tvo leikina og gátu því klárað seríuna með sigri. Meira »

Frábært að ná sigurmarkinu

5.4. „Við vorum tveimur mörkum yfir og þeir ná að jafna og tryggja sér framlengingu. Við gerðum vel manni færri í framlengingunni og náðum svo að skora fjórum sekúndum fyrir leikslok. Það er frábært að ná þessu sigurmarki,“ sagði Jussi Sipponen, spilandi þjálfari SA, eftir 5:4-sigur á Esju í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí. Meira »

Sigurmarkið fjórum sekúndum fyrir leikslok

5.4. SA er komið í 2:0 í úrslitaeinvíginu gegn Esju um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí eftir 5:4-sigur í Skautahöll Reykjavíkur í framlengdum leik kvöld. SA getur orðið Íslandsmeistari með sigri í þriðja leiknum á Akureyri á laugardaginn kemur. Meira »

Dönum gengur (of) vel

4.4. Danir eru ánægðir með gengi sinna manna í amerísku NHL-deildinni í íshokkíi en um leið áhyggjufullir. Íþróttin hefur verið í mikilli sókn í Danmörku og nú er svo komið að Danir eiga sjö leikmenn í NHL, sterkustu deild í heimi. Meira »

„Gekk lítið hjá okkur“

3.4. Andri Freyr Sverrisson er leikmaður UMF Esju en lið hans er nú að berjast við SA Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Fyrsti leikur úrslitanna fór fram í kvöld og voru það SA Víkingar sem fögnuðu sigri, 8:5. Meira »

„Þeir eru allir að hlusta á mig“

3.4. Rúnar Freyr Rúnarsson, íshokkíleikmaður SA Víkinga, var rifinn í spjall eftir að lið hans hafði lagt UMF Esju að velli í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld, 8:5. Rúnar Freyr hefur ekki spilað í nokkur ár og er meira þekktur í dag sem tónlistarmaður. Kallinn blés vart úr nös í leikslok enda búinn að hvíla vel í refsiboxinu á lokamínútunum. Meira »

Markaregn á Akureyri

3.4. Fyrsti leikur SA Víkinga og Esju í úrslitakeppni Hertz-deildarinnar í íshokkí karla fór fram á Akureyri í kvöld. Þrjá sigurleiki þarf til að geta hampað Íslandsmeistaratitlinum. Meira »

Nær SA að hefna sín?

3.4. Fyrsti leikur deildarmeistara SA og Íslandsmeistara Esju í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil karla í íhokkí er í Skautahöll Akureyrar kl. 19:30 í kvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Meira »

Íslendingar fá líklega bronsið

23.3. Íslenska kvenna­landsliðið í ís­hokkií hafnar líklega í þriðja sæti í B-riðli 2. deild­ar heimsmeistaramótsins í íshokkíi eftir 4:2 tap á móti Taív­an í lokaleik sínum á Spáni í dag. Meira »

Írar reyndust of sterkir

22.3. Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri máttu þola tap gegn jafnöldrum sínum frá Írlandi í vináttuleik í Dublin í kvöld. Stefán Alexander Ljubicic skoraði mark Íslands í 3:1-tapi. Meira »