Ísrael meinuð þátttaka

13.1. Alþjóða íshokkísambandið gaf út tilkynningu að ísraelska landsliðið fái ekki að taka þátt á mótum á vegum sambandsins til að tryggja öryggi allra þátttakenda, þar á meðal Ísraela. Meira »

Stórsigur SA í fjórtán marka leik

10.12.2022 SA tók á móti Fjölni í úrvalsdeild karla í íshokkíi, Hertz-deildinni, í skautahöll Akureyrar í kvöld og hafði betur, 10:4, í bráðfjörugum leik. Meira »

SA marði Fjölni

10.12.2022 Íslandsmeistarar SA unnu nauman 1:0-sigur á Fjölni þegar liðin mættust í hörkuleik í skautahöll Akureyrar í úrvalsdeild kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni, í kvöld. Meira »

Auðvelt hjá Fjölni gegn SR

24.11.2022 Fjölnir vann öruggan 8:1-sigur á SR þegar liðin áttust við á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni, í Egilshöll í kvöld. Meira »

SR lagði Fjölni í 13 marka leik

2.11.2022 SR hafði betur gegn Fjölni, 8:5, í æsilegum leik í úrvalsdeild karla í íshokkíi, Hertz-deildinni, á skautasvellinu í Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Fjölnir ekki í vandræðum með SR

25.10.2022 Fjölnir vann öruggan 5:1-sigur á SR þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni, í Skautahöll Reykjavíkur í kvöld. Meira »

Eistar of sterkir fyrir Akureyringa

25.9.2022 Eistneska íshokkífélagið Tartu Välk vann yfirburðasigur, 8:0, á Skautafélagi Akureyrar er liðin mættust í Evr­ópu­keppni fé­lagsliða karla í ís­hokkí í borginni Sófíu í Búlgaríu í dag. Meira »

SR lagði Fjölni í upphafsleiknum

24.9.2022 SR hafði betur gegn Fjölni, 5:2, þegar liðin mættust í upphafsleik úrvalsdeildar karla í íshokkí, Hertz-deildarinnar, í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Meira »

Króatarnir of sterkir fyrir SA Víkinga

24.9.2022 SA Víkingar máttu sætta sig við 2:6-tap fyrir króatíska liðinu KHL Sisak þegar liðin mættust í öðrum leik fyrstu um­ferðar Evr­ópu­keppni fé­lagsliða karla í ís­hokkí í Sofiu í Búlgaríu í dag. Meira »

Fjölnir hafði betur í upphafsleiknum

23.9.2022 Fjölnir vann góðan 7:3-sigur á SR þegar liðin áttust við í upphafsleik úrvalsdeildar kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Meira »

Frítt inn á upphafsleikina í íshokkí

22.9.2022 Um komandi helgi hefst keppni í úrvalsdeildum karla og kvenna í íshokkí, Hertz-deildunum, og verður frítt inn á upphafsleiki beggja deilda. Meira »

Við erum betri en þetta

17.9.2022 Jannik Pohl, danski framherjinn í liði Fram, skoraði tvö mörk á Framvellinum í dag en var engu að síður í tapliðinu enda fengu heimamenn á sig átta mörk í 8:4-tapi gegn Keflavík í 22. umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Meira »

Naumt tap fyrir Belgum

13.9.2022 Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti sætta sig við naumt tap fyrir Belgíu þegar liðin mættust í 2. deild B á HM í Belgrad í Serbíu í kvöld. Meira »

Fjölnir endurheimti þriðja sætið – Grótta í fjórða sætið

12.8.2022 Fjölnir vann öruggan 4:1-sigur á KV þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, í Vesturbænum í gærkvöldi. Grótta vann þá frábæran 4:2-endurkomusigur á Aftureldingu á Seltjarnarnesi. Meira »

Finnar heimsmeistarar á heimavelli

30.5.2022 Finnland tryggði sér heimsmeistaratitilinn í íshokkí karla með 4:3-sigri á Kanada í framlengdum úrslitaleik í Tampere í Finnlandi í gær. Meira »

Ísland skoraði tíu mörk gegn Suður-Afríku

17.5.2022 Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hóf í dag keppni í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Zagreb í Króatíu með miklum glans. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann 10:1-stórsigur á Suður-Afríku. Meira »

Svellkaldar á alheimsviðburði

5.3.2022 Valkyrjur íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur létu ekki sitt eftir liggja í dag á árlegum alheimsviðburði Alþjóðaíshokkísambandsins, IIHF, Stelpur spila íshokkí, eða The Global Girls Game. Formaður barna- og unglingaráðs SR sagði mbl.is af deginum og mikilli uppbyggingu hjá félaginu. Meira »