Bandaríkin í úrslitin

08:27 Bandaríska kvennalandsliðið í íshokkí er komið í úrslitin um gullverðlaunin á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang í Suður-Kór­eu eftir nóttina. Meira »

Esja á toppinn en SA er með völdin

í fyrradag Íslandsmeistarar Esju endurheimtu toppsæti Hertz-deildar karla í íshokkíi í kvöld þegar liðið vann sigur á Birninum, 4:2. Björninn átti fyrir leikinn ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum sem gefa þátttökurétt í úrslitakeppninni. Meira »

Rússar fóru illa með Bandaríkjamenn

í fyrradag Rússneska landsliðið í íshokkí, sem að vísu leikur undir hlutlausum fána á mótinu, skellti gamla erkióvininum frá Bandaríkjunum, 4:0-á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í dag. Meira »

SA Víkingar á toppinn

16.2. SA Víkingar unnu afar sannfærandi sigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld þar sem lokatölur urðu 8:1.   Meira »

Landsliðshópurinn sem leikur á HM

14.2. Búið er að velja íslenska landsliðshópinn í íshokkí kvenna sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið verður á Voldemoro á Spáni 17.-23.mars. Meira »

Sögulegt mark sameiginlegs liðs Kóreu

14.2. Sameiginlegt lið Norður- og Suður-Kóreu í íshokkíi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang hefur vakið gríðarlega athygli og afrekaði sannarlega nokkuð sögulegt í dag. Meira »

Þögn þeirra norðurkóresku

13.2. Suður- og Norður-Kórea tefla fram sameiginlegu kvennaliði í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Suður-Kóreu. Þykja það talsverð tíðindi í ljósi samskipta þjóðanna frá því í Kóreustríðinu um miðja síðustu öld. Blaðamönnum á leikunum gengur illa að fá þá leikmenn sem tilheyra Norður-Kóreu í viðtöl. Meira »

Birkir tryggði Birninum mikilvægan sigur

13.2. Björninn á enn möguleika á að komast í annað sæti og spila þar með til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla eftir sigur á SR, 7:6, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld. Meira »

Dómurum þykir nóg komið

7.2. Skorað var á stjórn Íshokkísambands Íslands að fordæma þau atvik þegar veist er að dómurum í leik eða utan hans en það eru dómararnir sjálfir sem hafa sett hnefann í borðið. Meira »

SA ekki í vandræðum með SR

6.2. SA vann gríðarlega sannfærandi 8:1-sigur á SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkí á Akureyri í kvöld. Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta og staðan eftir hann 2:1. SA tók öll völd á svellinu eftir hann og tryggði sér öruggan sigur. Meira »

Sameinað lið Kóreu mætti Svíþjóð

4.2. Sameinað kvennalið Norður- og Suður Kóreu í íshokkíi lék sinn fyrsta leik í dag, er það tapaði gegn Svíþjóð, 3:1, í vináttuleik. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang, Suður-Kóreu. Meira »

Esja lagði Akureyringa í vítakeppni

3.2. Íslandsmeistarar Esju styrktu stöðu sína í toppsæti Hertz-deildar karla í íhokkíi með sigri á SA í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3:3 og því réðust úrslitin í vítakeppninni þar sem Esjumenn voru sterkari. Meira »

Björninn á enn möguleika

2.2. Björninn á enn möguleika á að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi eftir 7:2-sigur á SR í Skautahöllinni í Reykjavík í kvöld. Hilmar Sverrisson var í stuði og skoraði þrjú marka Bjarnarins. Meira »

Rekinn fyrir að kýla stuðningsmann

1.2. Enska íshokkífélagið Milton Keynes Lightning er búið að reka Bandaríkjamanninn Matt Nickerson frá félaginu auk þess sem enska íshokkísambandið hefur úrskurðað hann í 20 leikja bann fyrir að kýla stuðningsmann. Meira »

Ásynjur unnu aftur í vítakeppni

30.1. Ásynjur höfðu betur gegn Ynjum, 4:3, í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld eftir æsispennandi leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3:3 og því réðust úrslitin í vítakeppni þar sem Ásynjur tryggðu sér sigur. Meira »

Herborg fetaði í rákir systur sinnar

30.1. Herborg Rut Geirsdóttir, 16 ára landsliðskona í íshokkí, var um helgina valin ein þriggja bestu sóknarmanna í úrvalslið norska héraðameistaramótsins í íshokkí í flokki 18 ára og yngri. Meira »

Svekkjandi tap gegn heimamönnum

28.1. Íslenska U20 ára landslið karla í ís­hokkíi tapaði naumlega fyrir heimamönnum, 3:2, í síðasta leik sínum í 3. deild heims­meist­ara­móts­ins sem nú stend­ur yfir í Búlgaríu. Meira »