Eins og allt sumarið hjá okkur: stöngin út

24.9. „Mér finnst við vera spila sama leikinn tíunda skiptið í röð þegar við náum ekki að skora, klúðrum dauðafærum, lendum undir og erum að elta svo þetta var eins og sagt hefur verið um þetta tímabil hjá okkur – stöngin út, sagði Ingvar Jónsson markvörður Víkinga sem lagði sannarlega sitt af mörkum þegar þeir sóttu Fylkir heim í Árbæinn í kvöld en það dugði ekki til og Fylkir vann 2:1 þegar liðin mættust í í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni. Meira »

Kristín verður liðsfélagi Ragnhildar

22.8.2019 Íshokkíkonan Kristín Ingadóttir er gengin til liðs við sænska félagið Färjestad og mun hún leika með liðinu í vetur. Färjestad er í B-deildinni og rétt missti af sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. Meira »

Saga í sænsku 1. deildina

26.7.2019 Saga Margrét Sigurðardóttir Blöndal, varnarmaður hjá Skautafélagi Akureyrar, er gengin til liðs við Troja Dam, sem leikur í sænsku 1. deildinni í íshokkí. Saga er 15 ára og heldur upp á 16 ára afmælisdaginn sinn í september. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson greindi frá á Facebook-síðu sinni. Meira »

Gunnlaugur ráðinn þjálfari SR

14.6.2019 Gunnlaugur Thoroddsen hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Skautafélags Reykjavíkur í íshokkí.  Meira »

St. Louis Blues meistari í fyrsta sinn

13.6.2019 St. Louis Blues tryggði sér í nótt fyrsta NHL-meistaratitilinn í íshokkí þegar liðið vann Bost­on Bru­ins 4:1 í sjöunda úrslitaleik liðanna. Meira »

Lehtinen ráðinn yfirþjálfari SA

12.6.2019 Finninn Sami Lehtinen hefur skrifað undir samning við SA hokkídeild og tekur við sem yfirþjálfari fyrir komandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Skautafélags Akureyrar. Meira »

Tvö HM á Íslandi og SA í Evrópukeppni

29.5.2019 Bæði karla- og kvennalandslið Íslands verða á heimavelli á heimsmeistaramótunum á næsta ári. SA Víkingar leika í Evrópukeppni í haust. Meira »

Gekk illa að gíra sig upp

20.4.2019 Silvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður Skautafélags Akureyrar, viðurkennir að úrvalsdeild kvenna í ár hafi verið mjög skrítin en aðeins tvö lið léku í deildinni.úrslitaeinvígi. Meira »

Segir Víking skulda sér tveggja mánaða laun

7.4.2019 Hollenski knattspyrnumaðurinn Geoffrey Castillion mun að öllum líkindum ekki spila á Íslandi í sumar, en hann hefur leikið hér á landi síðustu tvö tímabil. Hann kom til Víkings fyrir sumarið 2017 og gekk þaðan í raðir FH fyrir síðasta sumar, en var að lokum lánaður aftur til Víkings. Meira »

Flottur sigur á Króötum

4.4.2019 Ísland vann Króatíu 3:0 á HM kvenna í íshokkí í dag og hefur þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu.  Meira »

Jafn spenntur á hverju ári

12.3.2019 Mikil eftirvænting ríkir fyrir úrslitarimmu Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur, SR, um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi karla sem hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Meira »

HM hefst í Laugardal

14.1.2019 Ísland mætir Ástralíu klukkan 17 í dag í fyrsta leiknum í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí pilta U20 ára en mótið fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík og lýkur næsta sunnudag. Meira »

„Við ætlum okkur alla leið í ár“

10.1.2019 Íshokkísamband Íslands tekur að sér gestgjafahlutverkið í 3. deild heimsmeistarakeppni karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Deildin verður spiluð í Skautahöllinni í Laugardal 14.-20. janúar næstkomandi. Meira »

„Þetta er svo skemmtilegt“

20.12.2018 Sigurður Sveinn Sigurðsson var heiðraður á Akureyri á laugardaginn fyrir keppnisferil sinn í íshokkíi með Skautafélagi Akureyrar. Sá ferill á sér líklega vart hliðstæðu í hópíþróttum hérlendis. Meira »

SA byrjar vel

24.10.2018 Fyrsti leikur á Íslandsmóti kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, fór fram í gærkvöld í Laugardalnum þegar áttust við lið Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leikurinn var hinn skemmtilegasti og lauk með sigri Skautafélags Akureyar 6:2. Meira »

Kemur íslensku íshokkíi á kortið

22.10.2018 Skautafélag Akureyrar gerði sér lítið fyrir og lagði Txuri Urdin frá Spáni í lokaleik sínum í C-riðli 2. umferðar Evrópubikarsins í íshokkíi í Lettlandi í gær, 3:2. Meira »

Robbie tryggði SR annan sigur

21.10.2018 Skautafélag Reykjavíkur vann í gærkvöld sinn annan sigur á Birninum á nýhöfnu tímabili í Hertz-deild karla í íshokkí þegar liðin mættust í Egilshöllinni. Lokatölur í hörkuleik urðu 4:3 fyrir SR. Meira »