Segir Víking skulda sér tveggja mánaða laun

Geoffrey Castillion vill losna frá FH og vill alls ekki …
Geoffrey Castillion vill losna frá FH og vill alls ekki spila fyrir Víking. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Hollenski knattspyrnumaðurinn Geoffrey Castillion mun að öllum líkindum ekki spila á Íslandi í sumar, en hann hefur leikið hér á landi síðustu tvö tímabil. Hann kom til Víkings fyrir sumarið 2017 og gekk þaðan í raðir FH fyrir síðasta sumar, en var að lokum lánaður aftur til Víkings. 

Hann segir í viðtali við fotbolti.net að FH óski ekki eftir kröftum hans og eru viðræður í gangi um riftun á samningi sínum við Hafnarfjarðarfélagið. Hann hafi svo engan áhuga á að fara í Víking, þar sem félagið hafi ekki borgað honum tveggja mánaða laun. 

„Þeir eiga eftir að greiða mér laun fyrir tvo mánuði. Ég hef reynt að ræða við þá, en þeir hunsa mig bara," sagði Castillion í viðtalinu. „Það er ólíklegt að ég spili á Íslandi í sumar. Vonandi get ég rift samningi mínum og fundið nýtt félag," bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert