Tindastóll lét toppsætið ekki af hendi

Helgi Rafn Viggósson og félagar eru á toppnum.
Helgi Rafn Viggósson og félagar eru á toppnum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tindastóll gaf ekkert eftir á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á nýliðum Hattar á Sauðárkróki í kvöld, 91:62. Tindastóll hefur tveggja stiga forskot á toppnum en Höttur er án stiga á botninum.

Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi, liðin spiluðu grimma vörn og skiptust á að skora. Greinilegt var að Hattarmenn ætluðu að berjast með kjafti og klóm fyrir sínum fyrstu stigum í deildinni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 24:20 fyrir Tindastól en Hattarmenn byrjuðu sterkir í öðrum leikhluta og náðu smá forskoti. Stólarnir voru hins vegar snöggir að vinna það til baka og í hálfleik munaði einu stigi á liðunum 45:44.

Í þriðja leikhluta settu Stólarnir í fluggírinn, hertu vörnina og voru skipulagðari í sóknarleiknum en Hattarmenn skoruð aðeins sex stig í þriðja leikhluta á meðan Stólarnir skoruðu 24 stig. Í fjórða leikhluta voru Stólarnir í sama gír og í þriðja leikhluta en fjórði hluti endaði 22:12. Öruggur sigur Stólanna því staðreynd 91:62.

Atkvæðamestu menn voru Brandon Garret með 25 stig og 10 fráköst hjá Tindastóli, en honum fylgdi Sigtryggur Arnar Björnsson með 23 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Hetti voru það Kevin Lewis með 16 stig og 7 fráköst, honum fylgdi Gísli Þórarinn Hallsson með 9 stig.

Tindastóll - Höttur 91:62

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 3:3, 10:9, 18:16,

 24:20

, 27:28, 37:32, 41:38,

 45:44

, 56:50, 58:50, 67:50,

 69:50

, 73:52, 78:54, 85:60,

 91:62

.

Tindastóll

: Brandon Garrett 25/10 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 23/5 stoðsendingar, Christopher Caird 18/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6/7 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 4, Hannes Ingi Másson 3, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hlynur Freyr Einarsson 2.

Fráköst

: 25 í vörn, 9 í sókn.

Höttur

: Kevin Michaud Lewis 16/7 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 9, Mirko Stefan Virijevic 8/6 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 7/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6/8 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 6, Andrée Fares Michelsson 3.

Fráköst

: 26 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar

: Halldor Geir Jensson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur

: 500

Tindastóll 88:60 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is