Haukar unnu þrettánda leikinn í röð

Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu fyrir topplið Hauka í …
Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu fyrir topplið Hauka í dag. mbl.is/Hari

Topplið Hauka vann sinn þrettánda sigur í röð í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik er liðið lagði Snæfell að velli, 85:73, í 24. umferðinni í dag.

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í leiknum en hún skoraði 21 stig, tók 17 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Hún hélt því upp á þrítugsafmælið, sem er á morgun, með glæsibrag. Kristen Denise McCarthy var, eins og svo oft í vetur, best í liði Snæfells og skoraði 32 stig.

Danielle Victoria Rodriguez átti svo stórleik fyrir Stjörnuna sem vann Njarðvík 77:64 en hún skoraði heil 46 stig. Stjarnan situr í 4. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvík er enn án stiga á botninum.

Keflavík og Breiðablik áttust einnig við í þriðja leik kvöldsins en Íslands- og bikarmeistararnir unnu 80:72-sigur og eru nú í 3. sætinu með 30 stig. Breiðablik er í 6. sæti með 20 stig og verður erfitt fyrir liðið að ná sæti í úrslitakeppninni nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert