„Var ekkert að spá í þetta“

Danero Thomas
Danero Thomas Árni Sæberg

„Ég er ansi spenntur fyrir þessu, og eiginlega hálforðlaus. Ég hlakka mikið til þess að æfa með bestu leikmönnum Íslands og reyna að komast í lokahópinn,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Danero Thomas. Hann og Collin Pryor, sem báðir eru bandarískir en fengu íslenskan ríkisborgararétt í sumar eftir að hafa spilað hér á landi í mörg ár, voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins.

Craig Pedersen landsliðsþjálfari hefur boðað 24 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Hluti hópsins fer svo til Noregs og spilar tvo vináttulandsleiki við heimamenn í byrjun september. Leikirnir eru hluti af undirbúningi fyrir útileik gegn Portúgal þann 16. september, fyrsta leik í forkeppni EM 2021. Flestir bestu leikmenn Íslands voru valdir til æfinga, þar á meðal Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson, sem gefið hafa í skyn að styttast fari í enda landsliðsferilsins. Pavel Ermolinskij gaf ekki kost á sér og Sigtryggur Arnar Björnsson er meiddur. Þá eru Jón Axel Guðmundsson og Breki Gylfason við nám í Bandaríkjunum og Dagur Kár Jónsson við æfingar hjá sínu nýja liði í Austurríki, Raiffeisen Flyers. Æfingahópinn má sjá í heild á mbl.is.

Auk Danero og Collins eru Emil Barja og Kristján Leifur Sverrisson þeir einu í hópnum sem ekki hafa leikið landsleik, en þeir hafa þó verið í æfingahópi áður. Collin er leikmaður Stjörnunnar en var áður hjá Fjölni og FSu á Selfossi, hvar hann lék fyrst veturinn 2013-2014. Danero kom til KR árið 2012 og hefur síðan leikið með Hamri, Fjölni, Val, Þór Akureyri og ÍR en gekk í raðir bikarmeistara Tindastóls í sumar. Hann er kvæntur körfuknattleikskonunni Fanneyju Lind Thomas, sem hann kynntist skömmu eftir komuna til Íslands á sínum tíma, og var enn í skýjunum með að vera nýorðinn pabbi í fyrsta sinn þegar boðið á landsliðsæfingu kom.

Viðtalið við Danero Thomas má lesa í í heild sinni í þróttablaði Morgunblaðsins.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »