Tímabilið að hefjast í NCAA

Jón Axel í leik með Davidson síðasta vetur.
Jón Axel í leik með Davidson síðasta vetur. AFP

Keppnistímabilið er að hefjast um þessar mundir í NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum, þar sem nokkrir Íslendingar leika, karlar og konur. Jón Axel Guðmundsson komst alla leið í úrslitakeppnina með liði sínu Davidson síðasta vetur. 

Jón varð þá fyrstur íslenskra karla, sem fengið hafa körfuboltauppeldi sitt hérlendis, til að komast í úrslitakeppni NCAA eða March Madness eins og viðburðurinn er kallaður vestan hafs. Áður hafði Íslendingurinn Frank Booker jr. komist í March Madness með Oklahoma-skólanum. 

Þar fór Jón á kostum og skoraði 21 stig þegar Davidson féll úr keppni gegn Kentucky. 

Tímabilið hjá Davidson og Jóni hefst á fimmtudaginn þegar liðið mætir Wichita State í Atlantic 10-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert