Ívar Ásgrímsson er hættur

Ívar Ásgrímsson.
Ívar Ásgrímsson. mbl.is/Hari

Ívar Ásgrímsson hefur ákveðið að láta af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í viðtali á RÚV í Laugardalshöllinni í kvöld. 

Ívar sagðist hafa tekið þessa ákvörðun í sumar og lét þess getið að hann hafi verið lengi í þessu og tímabært væri að láta af störfum. Ívar þjálfar einnig karlalið Hauka og viðurkenndi að ekki færu þessi tvö störf alltaf vel saman. 

Ívar hefur tvívegis tekið við kvennalandsliðinu. Fyrst var hann ráðinn árið 2003 og var með liðið til 2005. Tók hann aftur við liðinu árið 2014 þegar Sverrir Þór Sverrisson sagði upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert