Jeb hefur sótt svona fyrir okkur áður

Jeb Ivey (t.h) leikmaður Njarðvíkur.
Jeb Ivey (t.h) leikmaður Njarðvíkur. mbl.is/Eggert

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga sagðist að sjálfsögðu vera svekktur með 75:76-tap sinna manna í kvöld þegar þeir grænklæddu öttu kappi við Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta.

Einar sagði að fyrri hálfleikur hafi vegið þungt í kvöld þegar hans menn voru slakir til baka í sínum varnarleik og fóru illa með boltann þegar þeir töpuðu heilum 8 boltum. 

Einar sagði það hinsvegar hafa lagast í seinni hálfleik en að ofan í þetta hafi hittni liðsins ekki verið góð þetta kvöldið. Um lokaskot leiksins sagði Einar ekki endilega að Jeb Ivey hafi átt að taka það en að hann hafi tekið þessa ákvörðun og að liðið hafi treyst á hann áður. Hann hafi hins vegar ekki hitt vel þetta kvöldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert