Strákarnir í U18 með fullt hús

Veigar Páll Alexandersson skoraði 22 stig í dag.
Veigar Páll Alexandersson skoraði 22 stig í dag. Ljósmynd/Karfan.is

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta er með fullt hús stiga á Norðurlandamótinu í körfubolta eftir 82:72-sigur á Dönum í þriðja leik mótsins í dag. Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson skoraði 22 stig fyrir Ísland og Ástþór Atli Svalason gerði 19. 

U18 ára lið karla var það eina sem stóð uppi sem sigurvegari í sínum leik í dag, en U16 karla og kvenna og U18 kvenna töpuðu öll fyrir Dönum. U16 karla fékk skell og tapaði 58:87. Ísak Júlíus Perdue skoraði 14 stig fyrir Ísland. 

U18 ára kvenna átti enga möguleika gegn sterku liði Danmerkur og fékk þungan 41:101-skell. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 13 stig fyrir Ísland og Ólöf Rún Óladóttir skoraði níu. Eins og mbl.is greindi frá tapaði U16 ára lið kvenna sínum leik, 64:72 fyrr í dag. 

mbl.is