Njarðvík pakkaði Val saman

Mario Matasovic skoraði 16 stig fyrir Njarðvíkinga í kvöld.
Mario Matasovic skoraði 16 stig fyrir Njarðvíkinga í kvöld. mbl.is/Hari

Njarðvíkingar gerðu góða ferð á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir lögðu Val að velli 77:53 í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum framan af leik. Njarðvíkingar voru stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann 16:15 en í hálfleik voru Valsmenn einu stigi yfir 36:35.

Í þriðja leikhlutanum skildu leiðir. Njarðvíkingar settu í fluggírinn og unnu leikhlutann 27:10 og lögðu þar með grunninn að öruggum sigri sínum. Þetta var annar sigur Suðurnesjaliðsins á tímabilinu en Valsmenn eru með sex stig.

Mario Matasovic var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 16 stig, Wayne Ernest Martin Jr. skoraði 13 og Maciek Baginski skoraði 12. Chaz Calvaron Williams, sem kom til Njarðvíkinga í vikunni, skoraði 8 stig.

Í afar slöku liði Vals var Frank Aron Booker sá eini sem var með lífsmarki en hann skoraði 21 stig.

Gangur leiksins:: 4:3, 4:7, 8:10, 15:16, 20:22, 27:27, 30:32, 36:35, 39:43, 39:48, 42:56, 46:62, 48:65, 49:67, 51:72, 53:77.

Valur: Frank Aron Booker 21, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 6/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 6/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Damir Mijic 6, Benedikt Blöndal 4, Austin Magnus Bracey 2, Ástþór Atli Svalason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Mario Matasovic 16/9 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 13/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi Gunnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Chaz Calvaron Williams 8/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 2/9 fráköst, Kyle Steven Williams 2.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 69

mbl.is