Grindavík í bikarúrslitaleikinn

Tómar Heiðar Tómasson sækir að Björgvini Hafþóri Ríkharðssyni í Laugardalshöll …
Tómar Heiðar Tómasson sækir að Björgvini Hafþóri Ríkharðssyni í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Grindavík leikur til úrslita í Geysisbikar karla í körfuknattleik á laugardaginn eftir sigur á Fjölni 91:74 í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í dag. 

Grindavík mætir annað hvort Tindastóli og Stjörnunni í úrslitaleiknum en þau eigast við á eftir eins og fram kemur hér á mbl.is. 

Leikur Fjölnis og Grindavíkur var bráðfjörugur og ekki vantaði tilþrifin. Til að mynda voru tvær flautukörfur skoraðar og voru af dýrari gerðinni. Tómas Heiðar Tómasson skoraði þá fyrri fyrir Fjölni af löngu færa undir lok fyrsta leikhluta og Sigtryggur Arnar Björnsson þá síðari í lok þriðja leikhluta fyrir Grindavík. 

Grindavík byrjaði miklu betur á upphafsmínútunum en Fjölnir náði þó frumkvæðinu fljótlega. Liðið hitti úr 10 af 16 þristum í fyrri hálfleik og að loknum fyrri hálfleik var Fjölnir yfir 46:42. Liðið náði um tíma tíu stiga forskoti. 

Leikurinn var í járnum lengi vel í síðari hálfleik þótt úrslitin gefi annað til kynna. Fjölnismenn héldu smá forskoti lengi vel en fyrir síðasta leikhlutann náði Grindavík að komast yfir 65:63. Í síðasta leikhlutanum settu Grindvíkingar niður þriggja stiga skotin og slitu sig frá Fjölnismönnum. Lið Fjölnis er fallið úr efstu deild og þegar á móti blés mátti sjá efasemdirnar grípa um sig hjá leikmönnum liðsins. 

Sigtryggur Arnar skoraði 25 stig fyrir Grindavík og Valdas Vasylius einnig. Hjá Fjölni var Viktor Moses stigahæstur með 20 stig. Hann hefði mátt reyna fleiri þriggja stiga skot en hann hitti úr 4 af 5. Róbert Sigurðarson skoraði 15 stig og reyndi hvað hann gat í síðari hálfleik. 

<p>Laugardalshöll, Bikarkeppni karla, 12. febrúar 2020.</p>

Gangur leiksins:: 5:8, 11:12, 20:18, 25:22, 29:24, 35:28, 42:34, 46:42, 46:46, 49:48, 60:57, 63:65, 67:71, 71:79, 71:85, 74:91.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 20/8 fráköst/3 varin skot, Róbert Sigurðsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jere Vucica 14/11 fráköst, Srdan Stojanovic 13, Tómas Heiðar Tómasson 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 3, Daníel Bjarki Stefánsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 25/5 fráköst/8 stoðsendingar, Valdas Vasylius 25/8 fráköst, Seth Christian Le Day 18/14 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Miljan Rakic 3.

Fráköst: 30 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 1183

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fjölnir 74:91 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is