Fyrirliðinn jafnaði met Guðjóns

Hlynur Bæringsson með bikarinn í Laugardalshöll á síðasta tímabili.
Hlynur Bæringsson með bikarinn í Laugardalshöll á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grundfirðingurinn Hlynur Bæringsson jafnaði í dag met sem Keflvíkingurinn Guðjón Skúlason setti fyrir sautján árum. 

Hlynur er fyrirliði Stjörnunnar sem varð bikarmeistari í körfuknattleik rétt í þessu eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik í Laugardalshöll. 

Hlynur hefur þar með fjórum sinnum verið fyrirliði bikarmeistaraliðs hérlendis. Með Snæfelli 2008 og 2010 en þriðja skiptið kom í fyrra með Stjörnunni. 

Guðjón varð fjórum sinnum bikarmeistari með Keflavík sem fyrirliði. 1993, 1994 og 1997 en fjórða skiptið kom árið 2003. 

Guðjón Skúlason fyrirliði með bikarinn
Guðjón Skúlason fyrirliði með bikarinn mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert