Sterkur sigur á Svíþjóð

Anna Ingunn Svansdóttir átti stórleik.
Anna Ingunn Svansdóttir átti stórleik. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann sterkan 71:61-sigur á Svíþjóð í lokaleik liðsins á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi.

Íslenska liðið líkur því leik með tvo sigra og eitt tap í þremur leikjum á mótinu.

Anna Ingunn Svansdóttir átti stórleik fyrir Ísland og skoraði 32 stig og tók sex fráköst. Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Sigrúm Björg Ólafsdóttir skoraði 9 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst.

mbl.is