Keflavík missir annan lykilmann

Calvin Burks er farinn frá Keflavík.
Calvin Burks er farinn frá Keflavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn CJ Burks hefur gert samkomulag við Khimik í efstu deild Úkraínu. Þar með er ljós að Bandaríkjamaðurinn verður ekki lengur í herbúðum Keflavíkur.

Burks var í stóru hlutverki hjá Keflavík á síðustu leiktíð er liðið fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn og vann öruggan sigur í deildinni.

Keflavík mætir með nokkur breytt lið til keppni á næstu leiktíð en Deane Williams yfirgaf félagið á dögunum. Keflavík samdi við Halldór Garðar Hermannsson frá Íslandsmeistaraliði Þórs frá Þorlákshöfn skömmu síðar.

mbl.is