Stórstjarna skiptir um félag

Kevin Durant er að skipta yfir til Phoenix.
Kevin Durant er að skipta yfir til Phoenix. AFP/Michael Reaves

Bandaríska körfuboltafélagið Brooklyn Nets hefur misst aðra stórstjörnuna á örfáum dögum, því Kevin Durant er á leiðinni til Phoenix Suns.

Fyrr í vikunni skipti Kyrie Irving frá Brooklyn til Dallas Mavericks og lék sinn fyrsta leik með Dallas-liðinu í nótt.

Í staðinn fyrir Durant fær Brooklyn Mikal Bridges, Cam Johnson og Jae Crowder, sem og fjóra fyrstu umferðar valrétti.

mbl.is