Aron og Ívar með fullt hús í Carlisle

Ívar Orri Ómarsson og félagar á sigurstundu um helgina.
Ívar Orri Ómarsson og félagar á sigurstundu um helgina. Ljósmynd/Reykjavík MMA

Þeir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson úr Reykjavík MMA unnu báðir sína bardaga þegar þeir kepptu á bardagakvöldi í Carlise á Englandi um helgina.

Ívar var að keppa í sínum fyrsta áhugamannabardaga í MMA og mætti Peder Rosada-Svendsen. Bardaginn fór í allar þrjár loturnar, sem er þrjár mínútur hver, og að lokum var það Ívar sem var úrskurðaður sigurvegari eftir dómaraákvörðun.

Aron mætti Paul Corrie í veltivigt. Óhætt er að segja að hann hafi staðið sig vel, því Corrie gafst upp eftir 1:41 mínútu í fyrstu lotu eftir að Aron náði honum í hengingartak. Nánar má lesa um bardaga þeirra á fréttasíðu MMA.

Ívar Orri Ómarsson og Aron Kevinsson.
Ívar Orri Ómarsson og Aron Kevinsson. Ljósmynd/Reykjavík MMA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert