Gunnar Nelson náði vigt

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson

Bardagakappinn Gunnar Nelson náði rétt í þessu vigt fyrir bardaga sinn gegn Alex „Cowboy“ Oliveira sem fram fer í Toronto í Kanada aðfaranótt sunnudags. Oliveira náði einnig vigt og er því allt tilbúið fyrir bardaga þeirra.

Gunnar var rólegur að vanda þegar hann gekk inn í salinn og á vigtina. Mældist hann 170,25 pund, en hann keppir í 170 punda flokki. Hins vegar eru skekkjumörk eitt pund og Gunni því vel innan marka. Andstæðingur hans mældist 171 pund og er því einnig innan marka.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Max Holloway og Brian Ortega og berjast þeir um beltið í fjaðurvigt. Þeir keppa í 145 punda flokki og voru þeir báðir undir þeirri þyngd og þar með staðfest að barist verður um beltið.

Gunni hefur sagt að hann sé í frábæru formi og til í slaginn, en 17 mánuðir eru síðan Gunnar mætti síðast í hringinn. Mætti hann þá Santiago Ponz­inibb­io í Glasgow í júlí árið 2017. Gunn­ar tapaði hins veg­ar þeim bar­daga, eft­ir að Ponz­inibb­io potaði fingri í auga Gunn­ars í 1. lotu, og síðan hef­ur Gunn­ar ekki keppt. Hann ætlaði sér að mæta Neil Magny í maí síðastliðnum en varð að hætta við það vegna hné­meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert